Hulduland 5, 800 Selfoss
93.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
5 herb.
148 m2
93.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2019
Brunabótamat
76.900.000
Fasteignamat
81.600.000

Fasteignasalan Heimaland kynnir Hulduland 5, 800 Selfossi.
Vel skipulagt, 148,9 fermetra, snyrtilegt parhús, staðsett í einu af nýjustu hverfum Selfossbæjar.
Sunnulækjarskóli (grunnskóli) og leikskólinn Goðheimar eru í nokkurra mínútna göngufæri við eignina.
Rúmgóður sólpallur er við húsið með heitum potti, yfirbyggðri grillaðstöðu og útigeymslu.

Um er að ræða nýlegt fjögurra herbergja parhús í einu af nýjustu hverfum Selfossbæjar. Húsið er byggt úr timbri og klætt að utan með viðhaldsléttri bárujárnsklæðningu og litað bárujárn er á þaki. Lóðin er frágengin með eins og áður sagði, rúmgóðum sólpalli. Bílaplanið við húsið er stórt og rúmar auðveldlega 4-6 bíla.
Húsið er skráð 148,9 fermetrar og bílskúr er 39,3 fermetrar þar af samkvæmt fasteignamati..
Íbúðin telur samkvæmt teikningu:
Forstofu með flísum á gólfi og skúffueiningum fyrir yfirhafnir, alrýmið samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi. Stofan og borðstofan eru rúmgóð með harðparket á gólfum. Eldhúsið er með rúmgóðri sprautulakkaðri innréttingu, innfeld uppþvottavél og ísskápur eru í eldhúsi ásamt tveimur ofnum og virkar annar þeirra sem örbylgjuofn einnig, span helluborð og hvítur Quartz steinn er á borðplötum í eldhúsi.
Þrjú svefnherbergi eru í húsinu öll rúmgóð með harparketi á gólfum, í hjónaherbergi eru rúmgóðir fataskápar. baðherbergið er með flísum á gólfi og á veggjum við sturtu, sturtan er rúmgóð með innfeldum blöndunartækjum. Baðinnrétting er rúmgóð og borðplata er úr hvítum Quartz steini, úr baðherbergi er útihurð sem opnast út á sólpallinn.  þvottahús er með innréttingu þar sem þvottavél og þurrkara er komið fyrir í þægilegri vinnuhæð, epoxy á gólfi.
Bílskúr er rúmgóður með epoxy á gólfi, í enda hans er rúmgóð geymsla, geymslan getur níst sem fjórða svefnherbergið enda er herbergið með glugga og opnanlegu fagi.

Hér er um að ræða vel skipulagða, snyrtilega og spennandi eign.

Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Sigurðarson, löggiltur fasteigna og skipasali, sími 897-7027, [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv. verðskrá. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Heimaland hvetur því viðskiptavini sína og væntanlega kaupendur af fasteignum að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir tilboðsgerð eða eftir atvikum fyrir kaupsamningsgerð. Ef þurfa þykir ættu væntanlegir kaupendur að leita til þar til bærra sérfræðinga um aðstoð við slíka skoðun. 

Fasteignasalan Heimaland ehf. Austurvegur 6, 800 Selfoss, www.heimaland.is

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.