Eyrarbraut 47, 825 Stokkseyri
74.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
4 herb.
157 m2
74.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1954
Brunabótamat
68.950.000
Fasteignamat
54.250.000

Fasteignasalan Heimaland kynnir Eyrarbraut 47, Sandfell, 825 Stokkseyri.

Um er að ræða vel viðhaldið og mikið endurnýjað einbýlishús við sjávarsíðuna á Stokkseyri. Húsið er byggt úr timbri og klætt að utan með bárujárni og bárujárn er á þaki en kvistir eru klæddir með timbri.
Bílskúrinn er klæddur að utan með bárujárni en hann er samkvæmt fasteignamati 28,5 fm. Búið er að innréttaður bílskúrinn með sér salerni, klæddur að innan með panel í lofti og á veggjum en harðparket er á gólfi. Bílskúrinn getur nýst sem stúdíó íbúð, gestaherbergi eða vinnustofa.
Lóð er gróinn, afgirt með sólpalli og trjágróðri, mulningur er í bílaplani. Á lóðinni er lítið hús sem getur nýst sem geymsla eða leiksvæði fyrir börnin.

Nánari lýsing eignar:
Um er að ræða 157,3 fermetra einbýlishús en bílskúr er 28,5 fermetra þar af samkvæmt fasteignamati.
Tvö rúmgóð svefnherbergi eru í húsinu með parketi á gólfi en fataskápar eru í öðru þeirra.
Baðherbergið er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf með rúmgóðri innréttingu þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Rúmgóður sturtuklefi er í baðherberginu og upphengt salerni.
Eldhús er með rúmgóðri innréttingu með ofni, helluborði, uppþvottavél og ísskáp. Borðkrókur er við eldhús en flísar eru á gólfi.
Efri hæð er undir súð að hluta en stórir kvistur eru til beggja átta á efri hæð. Hæðin er í opnu rými sem skiptist í stofu, sjónvarpshol og borðstofu. Svefnaðstaða er undir súðinni annars vegar en lítill skrifstofukrókur er undir súðinni hins vegar, parket er á gólfi. Á efri hæðinni er fallegt útsýni, bæði fjallasýn til norðurs og sjávarsýn til suðurs.
Hálf niðurgrafinn, snyrtilegur kjallari er undir húsinu að hluta sem nýttur er sem geymsla.

Hér er um að ræða virkilega áhugaverða, sjarmerandi og snyrtilega eign sem vert er að skoða nánar.
ATH. ef áhugi er fyrir hendi þá er hægt að fá innbú með í kaupunum.

Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Sigurðarson, löggiltur fasteigna og skipasali, sími 897-7027, [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv. verðskrá. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskildu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Heimaland hvetur því viðskiptavini sína og væntanlega kaupendur af fasteignum að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir tilboðsgerð eða eftir atvikum fyrir kaupsamningsgerð. Ef þurfa þykir ættu væntanlegir kaupendur að leita til þar til bærra sérfræðinga um aðstoð við slíka skoðun. 

www.heimaland.is,  Austurvegur 6, 800 Selfoss, Fasteignasalan Heimaland ehf.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.