Fasteignasalan Heimaland ehf. kynnir í einkasölu, Akraland 2, snyrtilegt raðhús í Austurbyggð á Selfossi. Húsið er á einni hæð, klætt að utan með lituðu bárujárni og litað járn er á þaki. Íbúðin er 91,5 fm. að stærð. Hönnun hússins tekur m.a. mið af því að viðhald sé í lágmarki og innra skipulag sett upp með það að markmiði að nýta sem best stærð íbúðar. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi eitt þeirra er skráð sem geymsla samkvæmt fasteignamati, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi, forstofu og þvottahús.Nánari lýsing eignar:
Húsið er byggt úr timbri og klætt að utan með bárujárni og bárujárn er á þaki. Lóð er þökulögð og mulningur er í bílaplani. Húsið er eins og áður sagði 91,5 fm.
Gengið er inn í forstofu með fatahengi. Forstofan er opin við alrými íbúðarinnar sem samanstendur af eldhúsi, borðstofu og stofu. Eldhús er með góðri innréttingu. Svefnherbergin eru þrjú, öll rúmgóð. Eitt þeirra er skráð sem geymsla samkvæmt fasteignamati. Baðherbergið er rúmgott með flísum á veggjum, baðkari með sturtu og innréttingu. Þvottahús er við hliðina á baðherberginu með innréttingu.
Hér er um að ræða vel skipulagt raðhús sem er staðsett í göngufæri við Sunnulækjarskóla
http://sunnulaek.is/ og leikskólann Goðheima
http://godheimar.arborg.is/ Eignin getur verið laus til afhendingar við kaupsamning.Áhugaverð og snyrtileg eign sem vert er að skoða nánar.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðný Guðmundsdóttir löggiltur fasteigna og skipasali, sími 821-6610,
[email protected] Snorri Sigurðarson, löggiltur fasteigna og skipasali, sími 897-7027,
[email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv. verðskrá.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskildu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Heimaland hvetur því viðskiptavini sína og væntanlega kaupendur af fasteignum að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir tilboðsgerð eða eftir atvikum fyrir kaupsamningsgerð. Ef þurfa þykir ættu væntanlegir kaupendur að leita til þar til bærra sérfræðinga um aðstoð við slíka skoðun.
www.heimaland.is, Sigtún 3, 800 Selfoss, Fasteignasalan Heimaland ehf.