Fasteignasalan Heimaland kynnir Björkustekk 6, 800 Selfossi.Um er að ræða fimm herbergja parhús á frábærum stað rétt við nýjan grunnskóla, Stekkjaskóla í einu af nýjustu hverfum Selfossbæjar. Húsið er byggt úr timbri og klætt að utan með báruáli og bárujárn er á þaki.
Nánari lýsing eignar:
Húsið er skráð 175,7 fermetrar samkvæmt fasteignamati og þar af er bílskúr 41,0 fermetrar. Húsið selst tilbúið undir málningu samkvæmt nánari skilalýsingu byggingaraðila.
Íbúðin telur samkvæmt teikningu:
Forstofu, alrými sem samanstendur af stofu, borðstofu, eldhús og sjónvarpsholi. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu, baðherbergi, þvottahús og bílskúr þar sem hægt er að setja upp geymslu eða auka herbergi.
Hér er um að ræða vel skipulagt parhús sem er staðsett í göngufæri við nýjasta leikskóla bæjarins.
Húsið er laust til afhendingar við kaupsamning.
Mjög góð eign á þessum eftirsótta stað. Nánari skilalýsing byggingaraðila:Skilalýsing – Tilbúið til spörtslunar undir málningu.
TeikningarAllar teikningar liggja fyrir þ.e. aðalteikningar, sökkulteikningar, burðarvirkisteikningar, glugga- og hurðateikningar, lagnateikningar og rafmagnsteikningar.
Gröftur og fyllingGrafið er niður á fast og fyllt í með grófri möl sem er þjöppuð.
SökklarSökklar eru að hámarki 1000mm háir. Járnabinding er 2xK12 kambstál efst og neðst í sökkli, einföld 6mm járnamottugrind og K10 kambstál í tengijárnum við plötu. Einangrun á innanverða sökkulveggi er 16kg/75mm plasteinangrun. Steypa er af gerðinni S-250.
BotnplataEinangrun undir plötu er 16kg/100mm plasteinangrun, nema í bílskúr þar er einangrun 16kg/75mm plasteinangrun. Járnabinding er 6mm járnamottugrind. Steypa er af gerðinni S-250.
Botnplata er fínslödduð og kaupandi þarf að þurrslípa fyrir gólfefni, kaupandi gæti þó þurft að laga undir gólfefni með flotun.
LagnirSkolp-og regnvatnslagnir eru tengdar fráveitukerfi í götu.
Hitalagnir eru steyptar í gólfplötu og tengdar við tengikistur, ekki nemar og stýringar.
Rör í rör kerfi er fyrir neysluvatn undir botnplötu og eru tengdar við tengikistur, ekki nemar og stýringar. Forhitari er á neysluvatnskerfi.
Einnig eru ídráttarrör út fyrir sökkul fyrir heitan pott í garð innifalin. Klósettkassi fylgir ekki með.
RaflagnirRafmagnstafla er komin og búið að draga í fyrir vinnulýsingu. (gert er ráð fyrir innfelldri lýsingu)
ÚtveggirÚtveggir eru byggðir upp úr styrkleikaflokkuðu timbri, 45x145mm og klæddir með 9mm krossvið að utan til stífingar. Útveggjaklæðning er litað bárujárn.
Einangrað er með 150mm þéttull, síðan rakavarnarlag, lagnagrind og veggir klæddir tvöföldu gifsi.
InnveggirInnveggir eru úr 70mm blikkstoðum, einangraðir með 50mm einangrun og síðan klæddir með 2x13mm gipsi beggja vegna.
Brunaveggur milli íbúðaBrunaveggir milli íbúða eru byggðir upp úr 2x45x95mm timburgrind með loftrúmi á milli, einangraðir með 70mm þilull í veggjum og klæddir með 2x13mm gipsi beggja vegna íbúðarmegin. Búið er að setja lagnagrind og 2x13mm gips á veggi.
Brunaveggur milli íbúðar og skúrs
Brunaveggur milli íbúðar og skúrs er byggður upp úr 45x95mm timburgrind, einangraður með 95mm þilull og klæddur með 1x13mm gipsi íbúðarmegin og 2x13mm gipsi bílskúrsmegin.
Búið er að setja lagnagrind og 2x13mm gips á vegg íbúðarmegin.
Þak og loftÞak er byggt upp úr kraftsperrum, klætt með borðvið. Þakpappi er “norskur” og ofan á þakpappa er klætt með hvítu bárujárni.
Búið er að setja upp vélræna útsogsloftræsingu, stútar komnir þar sem við á, eftir að tengja og ganga frá í rafmagnstöflu.
Loft er einangrað með 200mm þakull síðan rakavarnarlag, tvöföld raflagnagrind og 13mm gips, gert er ráð fyrir innfelldri lýsingu.
ÞakskeggÞakkanturinn er þrjú borð – vatnsklæðning, undirklæðningin er úr timbri. Rennur eru innbyggðar í þakskegg og eru úr plasti, tengdar fráveitukerfi í götu. Niðurfallsrör eru úr sama efni.
Flasningar eru yfir rennum og á þakkanti. Allur þakkantur er málaður með hvítum lit.
Gluggar og hurðirGlugga og hurðakarmar eru málaðir í hvítum lit að innan og að utan. Frágangur í kringum glugga og hurðir er í sama lit og utanhúsklæðning.
Frágangur lóðarLóðin Björkurstekkur 6 skilast grófjöfnuð og er búið er að skipta um jarðveg í bílaplani og setja í mulning.
Steypt 3 tunnu sorptunnuskýli fylgir, án timburs og pumpu. Skjólveggir fylgja með, 1500mm að framan og eins að aftan.
Opinber gjöldGatnagerðargjöld eru að fullu greidd, þ.a.s. byggingarlóð, gatnagerð, byggingarleyfisgjald og stofngjald holræsa.
Inntaksgjöld vatns, rafmagns og hita eru greidd.
Skipulagsgjald kemur til greiðslu síðar og er ógreitt við afhendingu, (kaupandi greiðir).
Nánari upplýsingar veitir:Snorri Sigurðarson, löggiltur fasteigna og skipasali,
[email protected] Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv. verðskrá.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskildu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Heimaland hvetur því viðskiptavini sína og væntanlega kaupendur af fasteignum að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir tilboðsgerð eða eftir atvikum fyrir kaupsamningsgerð. Ef þurfa þykir ættu væntanlegir kaupendur að leita til þar til bærra sérfræðinga um aðstoð við slíka skoðun.
www.heimaland.is, Sigtún 3, 800 Selfoss, Fasteignasalan Heimaland ehf.