Réttarmói 8 , 861 Hvolsvöllur
74.900.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
128 m2
74.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2017
Brunabótamat
57.200.000
Fasteignamat
25.500.000

Glæsilegt heilsárshús til sölu í Fljótshlíð í einkasölu 
Um er að ræða 128.7 fm hús á fallegri 3.587 fm eignarlóð í landi Hellishóla í Fljótshlíð. Húsið er skráð 113,7 fm skv. FMR en inn í skráningu vantar nýja frístandandi geymslu sem er 15 fm. Lokið var við smíði hússin 2020. Mjög falleg hönnun og allur frágangur einstaklega vandaður. Húsið er klætt að utan með standandi timburklæðningu og báru áli og verönd og göngustígar í kringum hús eru allir steyptir. Húsið er innst í fallegu sumarhúsahverfi en aðeins 10 mínútna ganga er frá húsinu í fjölbreytta þjónustu og afþreyingu fyrir börn og fullorðna á Hellishólum. Þar er meðal annars fallegur 9 holu golfvöllur, vatn sem hægt er að veiða í, leiktæki fyrir börn og veitingastaður. Leyfilegt byggingarmagn á lóðinni eru 300 m2 og hægt að bæta við gestahúsi og/eða bílskúr. 

Nánari lýsing:
Rúmgott andyri með fataslá, flísalagt gólf og gólfhiti.
Innaf anddyri tekur við alrými/stofa með mikilli lofthæð og stórum gluggum. Harðparket á gólfum. Í stofurýminu er gott pláss fyrir sófa og borð auk borðstofuborðs. Glæsileg kamína er í stofunni með sérhannaðri steyptri plötu fyrir aftan og flísalögn í bogadregnum stíl á gólfi fyrir framan. Hátt er til lofts og falleg hangandi ljós niður úr lofti auk þess sem það er spaðavifta í loftinu. Útgengt er úr stofu út á steypta verönd.
Úr stofunni er gengið upp á efri svalir/seturými sem er um 13 fm með fallegum gluggum sem vísa til vesturs, suðurs og norðurs og blasir Þríhyrningur, Eyjafjallajökull og fleiri auðkenni svæðisins við. Auðvelt er að nýta efra rýmið sem fallega setustofu, sjónvarpsrými eða auka gistirými.
Eldhúsið er fallega innréttað með steingrárri innréttingu frá IKEA. Allir skápar og skúffur eru hæglokandi, efri skápar eru með gleri og innbyggðri lýsingu. Í eldhúseyju er keramik helluborð og hringlaga háfur með fjarstýringu er yfir eyjunni auk þess sem tenglar eru á eyjunni fyrir ýmis heimilistæki. Uppvþottavél, ískápur með frysti og bakarofn úr burstuðu stáli. Yfir bakarofni er tengill fyrir örbylgjuofn.
Svefnherbergi 1: Rúmgott svefnherbergi til vinstri við alrými. Fataskápur með rennihurðum í hvítum lit. Gólfefni úr harðparketi og gólfhiti. Útgengt er úr svefnherberginu út á litla steypta verönd. Innaf herberginu er sér baðherbergi með lítilli innréttingu, upphengdu salerni, innangengri sturtu sem er aðskilin með glerskilrúmi og klædd með FIBO plötum frá Þ. Þorgrímssyni. Handklæðaofn og sér loftun er út úr baðherberginu auk þess sem gluggi er opnanlegt fag.

Aðal baðherbergi er með innréttingu, góðri lýsingu við hlið spegils, sturta með glerskilrúmi og klædd með FIBO plötum frá Þ. Þorgrímssyni. Á baðinu eru þvottavél og þurrkari og skápar þar fyrir ofan. Flísalagt gólf með gólfhita, auka útloftun og gluggi með opnanlegu fagi.

Svefnherbergi 2: Rúmgott svefnherbergi með tveimur rúmum, lesljósum og lítilli kommóðu. Harðparket og hiti í gólfum.
Svefnherbergi 3: Rúmgott svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi, lesljósum og lítilli kommóðu. Gólfsíður horngluggi sem vísar út á verönd. Harðparket og gólfhiti.

Verönd og útisvæði: Í kringum húsið er steyptur gangstígur að stærstum hluta og stór steypt verönd með heitum potti á suðurhlið hússins. Meðfram pottinum er skjólveggur með standandi viðarklæðningu og gleri efst. Útilýsingu í kringum húsið og við heita pott er stýrt með sólúri. Við húsið stendur sértækt hús sem er tvískipt geymsla á steypti plötu. Annars vegar er geymsla fyrir útihúsgögn og fleira smálegt en þar inni er stýrikerfi fyrir heita pottinn og tengi fyrir vatnsslöngu. Hitastýring fyrir heita pott samanstendur af hefðbundinni hitatúpu og mjög öflugri hitastýringu frá Varmás sem flýtir verulega fyrir hitun vatns í pottinn. Í hinum hluta geymslunnar er stór inngangshurð og aðgengi þægilegt fyrir sláttutraktor. Utan á geymslunni er sér rafmagnskassi með tenglum fyrir ferðavagna þar sem hver tengill er á sér lekaliða auk þess sem tengill er fyrir rafmagnsbíl utan á húsi við bílaplan. Lóðin er rúmlega 3.500 fermetra fallegur túnflötur sem hentar vel til útivistar og leikja en talsverður gróður hefur verið settur í kringum lóðina sem býður upp á gott skjól. Snyrtilegur vegur liggur að húsi og rúmgott bílaplan er við húsið. Heimilt er að byggja allt að 170 m2 til viðbótar á lóðinni. 

Sjón er sögu ríkari.

Allar nánari upplýsingar veitir Guðný Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali í sím 821-6610 eða á [email protected] eða Valdimar Þór Svavarsson sem sýnir eignina í síma 821-0808 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimaland fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.